Þú skalt sko líka fá nóg að gera við að snúa mér, eftir því hvaðan hinir pólitísku vindar blása, og við að stilla
vekjarann svo ég gali á réttum tíma, góði...
Clinton lætur af embætti.
Ólíkt hafast þeir að.
Efnahagsaðgerðir Clinton-stjórnarinnar í Bandaríkjunum
og viðbrögð þjóðarinnar við þeim vekja mikla athygli. Sú stefnubreyting að skattleggja þá sem betur mega sín,
til þess að vinna bug á halla ríkissjóðs er einkar athyglisverð í þessu forystulandi einkaframtaksins.