Dagsetning:
                   	22. 08. 1978
                   	Einstaklingar á mynd:
 
                   	
                   	
                   	
                   	
- 
Geir Hallgrímsson                	
- 
Ólafur Jóhannesson                	
- 
Páll Bragi  Pétursson                 	
- 
Vilmundur Gylfason                	
- 
Benedikt Gröndal                	
                   	
                   	Úrklipputexti:
Clinton lætur af embætti.
Páll Pétursson alþingismaður:
Einn var að smíða ausutetur
Frá sjónarhóli mínum hafði samstarf við Sjálfstæðismenn alla tíð mikla annmarka í för með sér fyrir okkur framsóknarmenn og því meiri sem augljósara varð að nauðsynlega festu skorti í efnahagsaðgerðum og að orkumálum væri stjórnað með hag Íslendinga fyrir augum. Þrátt fyrir þessa annmarka, sem mér eru augljósir, á samstarfi framsóknarmanna við sjálfstæðismenn og mér þykir hafa staðið nógu lengi, þá tel ég alveg einsýnt að þetta samstarf verði ekki kynbætt með krötum.