Vissir þú að

Fyrstu teikningar Sigmunds í blöðum eru frá árinu 1960 eða 1961 en þá gerði hann forsíður fyrir Vikuna og Fálkann.
Við höfum þó eignast sæmilega endingargott sýnishorn Jón minn, ef illa fer!
Skoða stærri. Frekari upplýsingar um teikningu.

Dagsetning:

19. 11. 1976

Einstaklingar á mynd:

- Jón Jónsson
- Matthías Bjarnason
- Þór Magnússon

Úrklipputexti:

Clinton lætur af embætti. Eigandi Marinelands gefur Íslendingum 200 millj. ára steinrunninn fisk Sjávarútvegsráðuneytinu barst í fyrradag gjöf frá Roland de la Poype eiganda sædýrasafnsins Marineland í Frakklandi. Gjöfin er 200 milljón ára gamall steinrunninn fiskur, og segist de la Poype senda ráðuneytinu gjöfina sem þakklætisvott fyrir veitta aðstoð við háhyrningsveiðar við Ísland, en sem kunnugt er þá er háhyrningurinn Jóhanna í sædýrasafninu í Marineland.